MM

MM

fimmtudagur, 10. október 2013

TÖLVULEYSI

Hleðslutækið mitt ákvað að gefa sig á dögunum mèr til mikillar óánægju og hefur þess vegna verið lítið um Blogg síðan um helgina, afsakið! Núna er èg að slá þessa færslu inn í gegnum iPad sem gengur ansi brösulega svo að hún verður stutt og lag góð enda lítið að frétta i þessari viku annað en same old same old. Èg er búin að vera mjög dugleg í mataræðinu og hef ekkert svindlað enda sáu instaram vinir mínir það síðustu helgi að èg fèkk mèr salat á Vegamótum á meðan aðrir fengu sér franskar og með því, það var erfitt!! En annars var helgin síðasta nokkuð ljúf, bakaði hollustupönnsur fyrir fjölskylduna og hreyfði mig aðeins en èg er aðeins búin að þurfa að pása hlaupin þessa vikuna vegna smávægilegra meiðsla í hnè en hef verið dugleg að kíkja í ræktina í staðinn. Èg hlakka til að fara að hlaupa aftur en èg vona að það verði af því á morgun eða á laugardag.... Hèr eru nokkrar myndir frá liðinni viku! Ég og World Class erum orðin ágætis vinir en þessi Meistaramánður er algjört spark í rassinn enda er ég farin að gera hluti sem ég gerði aldrei áður, t.d. að taka vítamín á hverjum morgni, ágætt það!



 




Þetta sesarsalat var kannski ekki það hollasta en það mætti segja að það hafi verið "svindl" helgarinnar! 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hér megið þið hvetja mig áfram og koma með jákvæðar athugasemdir! :)