MM

MM

þriðjudagur, 1. október 2013

DAGUR 1

Jæja, þá er fyrsti dagurinn í Meistaramánuði á enda og hann gekk bara nokkuð vel! Ég byrjaði daginn á því að elda morgunmat og hádegismat fyrir okkur hjónin og ákvað að vera mjög ófrumleg með því að skella í hafragraut og próteinpönnsur.
Hafragrauturinn var borinn fram með hreinum kanil, kókosflögum og rice dream hrísmjólk og smakkaðist ekkert smá vel, en þetta var morgunmaturinn okkar ásamt 2 lýsistöflum og Amino glasi. Próteinpönnsurnar fóru hinsvegar með okkur í nesti fyrir hádegið.

hafragrauturinn góði... 


Próteinpönnsurnar eru rosalega einfaldar í gerð og bragðast líka ekkert smá vel sem skemmir auðvitað ekki fyrir, en hér fyrir neðan er uppskriftin:







Í vinnunni voru það svo 3 hrökkbrauðsneiðar með kotasælu og agúrku sem fengu að vera síðdegiskaffi ásamt því að ég drakk 2 lítra af vatni yfir allan daginn. Kvöldmaturinn var svo unaðslegt sushideit með Yrsunni minni en Wagami salat er eitt það besta sem að ég fæ og viti menn það er ekkert smá hollt, snilld!

OSushi The Train er ekkert smááá gott.... 


Ég og Kjartan ákváðum svo að taka létt kvöldskokk í þokunni enda meistarar með meiru en við skelltum okkur í 5,5 kílómetra til að starta þessa viku almennilega. Nú er bara að halda áfram og klára mánuðinn á þessum nótum LETS GO!

Meira á morgun..... 

-S

2 ummæli:

  1. eeeeeef ég væri svona dugleg eins og þú!

    SvaraEyða
    Svör
    1. Þú ert það! og miklu duglegri meira að segja! Þú ert með heila manneskju að vaxa inní þér og passar uppá hana! Dáist að þér elskuleg! <3

      Eyða

Hér megið þið hvetja mig áfram og koma með jákvæðar athugasemdir! :)