MM

MM

fimmtudagur, 3. október 2013

MEISTARI

Kaup dagsins.... 

Dagurinn í gær, dagur tvö var nokkuð fínn. Ég sleppti því reyndar að fara út að hlaupa því að ég var með bölvaðan hausverk en það var allt í lagi því að ég borðaði bara extra hollt í staðinn. Morgunmaturinn var þessi klassíski hafragrautur en í kvöldmatinn fengum við okkur nautakjöt með sætum kartöflum og sósan sem varð fyrir valinu var kotasæla krydduð með chili og kanil, algjört lostæti! Í dag ætla ég að vera rosalega dugleg að drekka vatn þar sem að það gæti forðað mér frá þessum blessaða hausverk sem virðist ætla að elta mig þessa dagana, fá mér þessar gómsætu lífrænu jógurt og narta í hrískökur frá Sollu með. 

Ég ákvað að vera smá auka meistari og skellti mér á Bleiku Slaufuna í leiðinni þegar ég var komin á kassann í Hagkaup enda ekki hægt að vera meiri meistari en þegar maður styður gott málefni. 
Í kvöld er svo skemmtilegt matarboð á dagskrá með frænkum en allir meðlimir eru að taka þátt í Meistaramánuði og verður því aðalrétturinn kjúklingasalat eftir gott 7km útihlaup. Skál fyrir lífinu og meira um kvöldið síðar! 

3 ummæli:

  1. Bleika slaufan er ekta Meistara múv.
    ÁFRAM ÞÚ

    SvaraEyða
  2. Ég verð bara að segja þér hvað þú ert mikill innblástur, er búin að fylgjast með margret.is lengi og þar ert þú alveg í uppáhaldi :)
    Fæ alltaf hvatningu til að hugsa vel um heilsuna og útlitið, og skvísa mig aðeins upp þegar ég les bloggin þín :)
    Gangi þér vel í framhaldinu!
    Kv. Einn lítill aðdáandi útí bæ :)

    SvaraEyða
  3. Æi litla linsubaunabaddnið mitt....nú væri gott að geta svissað í barnaheilann þinn sem át bara grænmeti, var ekkert hrifinn af sælgæti, drakk ekki gos og þvertók fyrir kjöt. Hins vegar voru allir (nema ég og pabbi þinn) ekki sáttir við þetta og gáfust ekki upp fyrr en þeir voru búnir að fá þig til að éta allan andskotann. Þetta er nú eitthvað til að fara með til sálfræðings.....eða skrifa bok um hahaha - love you duglegustin mín

    SvaraEyða

Hér megið þið hvetja mig áfram og koma með jákvæðar athugasemdir! :)