MM

MM

mánudagur, 28. október 2013

ÚFF....



Jæja þá er ég loksins búin að jafna mig á exeminu sem ég fékk fyrir mánuði síðan en það varð hrikalega slæmt í síðustu viku sem varð til þess að ég gat hvorki farið út að hlaupa né í ræktina því að það logsveið að fara út í frostið eða fá svita á þurrkinn. Ég er því bara búin að vera extra dugleg við að föndra, hjálpa til á heimilinu og búin að borða ótrúlega hollt. Í dag er ég svo loksins orðin nokkuð góð enda búin að sparsla mig með sterakremi síðan fyrir helgi. Í kvöld ætla ég því að taka þetta með trompi og hlaupa niðrí World Class og taka brjálaða æfingu!

Let's GO!

miðvikudagur, 23. október 2013

CRAVINGS

Ég get fengið alveg brjálaða sykurlöngun á kvöldin og langar þá helst í eitthvað alveg ofboðslega sætt, í Meistaramánuði þá verður maður  að passa sig, enda ótrúlega auðvelt að svindla ef að maður er ekki með hollari kost í boði.



Mér finnst mjög gott að fá mér tilbúna grjónagrautin sem er sykurlaus og fá mér smá hreinan kanil út á og möndlumjólk, algjört nammi, getur fengið þér lítinn skammt og færð ekki samviskubit! xx

mánudagur, 21. október 2013

CHIA



 Ég get stundum fengið algjört ógeð á hafragratnum og verð því að fá smá tilbreytingu í morgunmatinn við og við, þá finnst mér æðislegt að fá mér Chiagraut, en ég bý hann til kvöldið áður og geymi í kæli yfir nótt.




Uppskriftin eru 3 matskeiðar af Chia fræum á móti einum bolla af mjólk, ég vil helst hafa möndlumjólk en Rísmjólkin er líka góð. Svo er gott að bera þetta fram með smá mjólk, ferskum ávöxtum, kókos og smá próteini efað maður er í skapi fyrir það eða er að fara á morgunæfingu.... enjoy!

sunnudagur, 20. október 2013

9,1 KÍLÓMETRAR



Ég og Kjartan hlaupafélagi áttum ansi góðan mánudag í síðustu viku en ég var í fríi í vinnunni svo að við ákváðum að taka daginn snemma. Við skelltum okkur í hlaupagallana og tókum 9,1 kílómetra í geggjuðu veðri og fengum okkur svo að borða á Ginger, yummi!




Ég fékk mér vefju og Kjartan fékk sér kjúkling og sætar kartöflur og var þetta ekkert smá gott bensín fyrir daginn, en eftir máltíðina skelltum við okkur í Laugardalslaugina, semsagt frábær Meistaramánudagur, mæli hiklaust með þessu!


fimmtudagur, 17. október 2013

LOKSINS

Ég er loksins komin með hleðslutæki og tölvan því komin í lag JESS lofa risastóru bloggi á morgun og hlakka ekkert smá til að setja inn allar fínu myndirnar sem hafa verið teknar í vikunni!

kv.spennti spammarinn xx

mánudagur, 14. október 2013

MORGUNRÚTÍNA


Mér finnst mjög mikilvægt að byrja hvern morgun á góðum morgunmat en gamli góði hafragrauturinn verður oftast fyrir valinu. Ég er þó farin að beita örlítilli fjölbreytni þegar kemur að því að setja útí grautinn en ég er komin með algjört æði fyrir því að setja banana og kanil og yfirleitt dass af CCFLAX. Með þessu drekk ég eitt glas af Amino með Watermelonbragði, það er í algjör uppáhaldi og skola niður vítamínunum sem eru Múltí-vít, D3-vítamín, chromium til að slökva á sykurþörf og Hárkúr til að byggja upp hár og neglur..... 


Núna ætla ég að nýta þetta fallega veður í útihlaup og sundferð með einum góðum.... 

sunnudagur, 13. október 2013

RUN



Nú er komin vika síðan að ég hljóp síðast og ég er að deyja á sálinni, mig langar SVO út! Fá ferska loftið finna þreytuna koma og komast svo yfir hana, koma heim og upplifa alsælu tilfinningu....

Hnén hafa fengið að hvíla sig og ég get ekki beðið eftir að kíkja út í létt skokk á morgun en ræktin hefur fengið að koma sterk inn í staðinn, sem er fínt. En ég sver það, það jafnast ekkert á við góða 6km í náttúrunni!

Í gær fór ég í yndislegan brunch með góðri vinkonu þar sem við spjölluðum mikið og nutum, nammidagurinn var svo sannarlega góður enda er fátt betra en Bergsson brunch, en eftir matinn var haldið austur í sveitina með fjölskyldunni í fallegu veðri...






NJÓTIÐ VIKUNNAR! xx 

fimmtudagur, 10. október 2013

TÖLVULEYSI

Hleðslutækið mitt ákvað að gefa sig á dögunum mèr til mikillar óánægju og hefur þess vegna verið lítið um Blogg síðan um helgina, afsakið! Núna er èg að slá þessa færslu inn í gegnum iPad sem gengur ansi brösulega svo að hún verður stutt og lag góð enda lítið að frétta i þessari viku annað en same old same old. Èg er búin að vera mjög dugleg í mataræðinu og hef ekkert svindlað enda sáu instaram vinir mínir það síðustu helgi að èg fèkk mèr salat á Vegamótum á meðan aðrir fengu sér franskar og með því, það var erfitt!! En annars var helgin síðasta nokkuð ljúf, bakaði hollustupönnsur fyrir fjölskylduna og hreyfði mig aðeins en èg er aðeins búin að þurfa að pása hlaupin þessa vikuna vegna smávægilegra meiðsla í hnè en hef verið dugleg að kíkja í ræktina í staðinn. Èg hlakka til að fara að hlaupa aftur en èg vona að það verði af því á morgun eða á laugardag.... Hèr eru nokkrar myndir frá liðinni viku! Ég og World Class erum orðin ágætis vinir en þessi Meistaramánður er algjört spark í rassinn enda er ég farin að gera hluti sem ég gerði aldrei áður, t.d. að taka vítamín á hverjum morgni, ágætt það!



 




Þetta sesarsalat var kannski ekki það hollasta en það mætti segja að það hafi verið "svindl" helgarinnar! 

laugardagur, 5. október 2013

FÓLKIÐ MITT

Ég er alltaf að átta mig betur og betur á því hvað ég er ógeðslega heppin. Ég er umkringd fólki sem að ég elska og það elskar mig, ég er búin að finna fyrir svo ótrúlega miklum stuðningi síðustu daga í öllum myndum og það er það sem að drífur mann áfram og hvetur mann til að gera betur, ekki bara í Meistaramánuði heldur lífinu almennt.


Dagurinn í gær var ótrúlega góður en hann byrjaði að sjálfsögðu á hafragrautnum góða og í hádegismat fékk ég mér hnetukjúkling með blönduðu grænmeti sem samanstóð af brokkolíi og sætum kartöflum. Eftir vinnu fórum við Kjartan, hlaupavinirnir út og tókum létt skokk sem endaði í heimsókn hjá Sigga okkar sem bjargaði orkuleysinu hjá okkur og henti í geðveikan djús. Í honum var engifer, sítróna, epli og gulrætur og vá hvað hann var ferskur og góður enda djúsaður á staðnum, mæli hiklaust með þessu! 



Ég hljóp í gær í nýja hlaupabolnum mínum sem er svo fallegur og þæginlegur, en ég á eina ótrúlega góða og fallega vinkonu sem gaf mér hann þegar hún kom frá útlöndum í vikunni og sagðist vilja gefa mér hann því að ég væri svo dugleg, vá er hægt að krútta meira yfir sig? Ég er brjálæðislega þakklát og mun klárlega nota þennan endalaust mikið. 



Bolurinn er mikið skærari en hann kemur út á þessum myndum og er úr efni sem að andar ofboðslega vel, passar fullkomlega við Nike Free skóna mína sem eru einmitt fjólubláir! 




Í dag er ég að farða alveg á milljón og mun því ekki geta hreyft mig mikið, en eftir það ætla ég að hitta eina fallega ólétta og kíkja í smá sund, það verður ljúft! 



Góða helgi xx 

fimmtudagur, 3. október 2013

MEISTARI

Kaup dagsins.... 

Dagurinn í gær, dagur tvö var nokkuð fínn. Ég sleppti því reyndar að fara út að hlaupa því að ég var með bölvaðan hausverk en það var allt í lagi því að ég borðaði bara extra hollt í staðinn. Morgunmaturinn var þessi klassíski hafragrautur en í kvöldmatinn fengum við okkur nautakjöt með sætum kartöflum og sósan sem varð fyrir valinu var kotasæla krydduð með chili og kanil, algjört lostæti! Í dag ætla ég að vera rosalega dugleg að drekka vatn þar sem að það gæti forðað mér frá þessum blessaða hausverk sem virðist ætla að elta mig þessa dagana, fá mér þessar gómsætu lífrænu jógurt og narta í hrískökur frá Sollu með. 

Ég ákvað að vera smá auka meistari og skellti mér á Bleiku Slaufuna í leiðinni þegar ég var komin á kassann í Hagkaup enda ekki hægt að vera meiri meistari en þegar maður styður gott málefni. 
Í kvöld er svo skemmtilegt matarboð á dagskrá með frænkum en allir meðlimir eru að taka þátt í Meistaramánuði og verður því aðalrétturinn kjúklingasalat eftir gott 7km útihlaup. Skál fyrir lífinu og meira um kvöldið síðar! 

miðvikudagur, 2. október 2013

HUGMYNDIR

Hérna eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir efað ímyndunaraflið er ekki að gera sig þessa dagana, einfalt og þæginlegt!


Áfram veginn krakkar mínir, áfram veginn! 

þriðjudagur, 1. október 2013

DAGUR 1

Jæja, þá er fyrsti dagurinn í Meistaramánuði á enda og hann gekk bara nokkuð vel! Ég byrjaði daginn á því að elda morgunmat og hádegismat fyrir okkur hjónin og ákvað að vera mjög ófrumleg með því að skella í hafragraut og próteinpönnsur.
Hafragrauturinn var borinn fram með hreinum kanil, kókosflögum og rice dream hrísmjólk og smakkaðist ekkert smá vel, en þetta var morgunmaturinn okkar ásamt 2 lýsistöflum og Amino glasi. Próteinpönnsurnar fóru hinsvegar með okkur í nesti fyrir hádegið.

hafragrauturinn góði... 


Próteinpönnsurnar eru rosalega einfaldar í gerð og bragðast líka ekkert smá vel sem skemmir auðvitað ekki fyrir, en hér fyrir neðan er uppskriftin:







Í vinnunni voru það svo 3 hrökkbrauðsneiðar með kotasælu og agúrku sem fengu að vera síðdegiskaffi ásamt því að ég drakk 2 lítra af vatni yfir allan daginn. Kvöldmaturinn var svo unaðslegt sushideit með Yrsunni minni en Wagami salat er eitt það besta sem að ég fæ og viti menn það er ekkert smá hollt, snilld!

OSushi The Train er ekkert smááá gott.... 


Ég og Kjartan ákváðum svo að taka létt kvöldskokk í þokunni enda meistarar með meiru en við skelltum okkur í 5,5 kílómetra til að starta þessa viku almennilega. Nú er bara að halda áfram og klára mánuðinn á þessum nótum LETS GO!

Meira á morgun..... 

-S

AÐ BYRJA

Það er alltaf erfitt að byrja, eða eiginlega alltaf sérstaklega efað maður ætlar að fara alla leið og taka sjálfan sig í gegn. Það er alltaf gott að hafa það í huga að ofmetnast ekki, þá kemst maður ekkert áfram. Ég er loksins búin að negla niður markmiðin mín fyrir Meistaramánuðinn og ég er bara nokkuð ánægð með þau, ég ákvað alveg í byrjun að ofgera mér ekki en hafa gaman af þessu, hér eru markmiðin mín.

1.Hlaupa 3x - 4x í viku

2.Stunda jóga eða aðra tíma 1x - 2x í viku á móti hlaupinu

3.Fara allavega 6x í viku í einhversskonar líkamsrækt/hreyfinu, talið með því sem ég skrifaði fyrir ofan

4.Sleppa öllum gosdrykkjum og ávaxtasafa en drekka á móti ótrúlega mikið af vatni

5.Sleppa öllu "sukki" þar er talið með nammi, snakk & skyndibiti

6.Borða hollt og hugsa um það sem að ég er að láta ofan í mig

7.Reyna að labba í staðinn fyrir að keyra ef að það er í boði

8.Ekki drekka neitt áfengi

9.Vakna klukkan 08:00 á virkum dögum og 10:00 um helgar

10.Vera jákvæð og brosa meira



Þetta eru markmiðin sem að ég ætla að byrja á, hver veit svo hvort að einhver breytist eða hvort að ég bæti einhverjum frábærum við. Ég ætla að halda áfram að drekka kaffi ef að einhver tók eftir því en ég ætla að takmarka það niður í 1-2 bolla á dag og þá alltaf svart, engin mjólk eða svoleiðis "sukk". Einnig ætla ég að reyna að vera duglegri við að hitta þá sem að mér þykir vænt um, minnka þáttaáhorf og lesa frekar góða bók.

Ég er ótrúlega spennt fyrir því að byrja í Meistaramánuðinum og fyrsti dagurinn byrjar vel, áfram við!

-S

miðvikudagur, 25. september 2013

ALL IN

Hér ætla ég að vera með blogg í Meistaramánuðinum frá 1-31.október næstkomandi, ég ætla að byrja að blogga 1. og vera alveg tímanlega en hérna eins og segir í „um mig“ dálknum ætla ég að deila reynslu minni af mínum fyrsta Meistaramánuði, koma með skemmtilegar uppskriftir og myndir af hversdagslífinu og vonandi ná settum markmiðum (meira um þau síðar)

Ég hvet ykkur eindregið til að skrá ykkur HÉR.



-S