MM

MM

þriðjudagur, 1. október 2013

AÐ BYRJA

Það er alltaf erfitt að byrja, eða eiginlega alltaf sérstaklega efað maður ætlar að fara alla leið og taka sjálfan sig í gegn. Það er alltaf gott að hafa það í huga að ofmetnast ekki, þá kemst maður ekkert áfram. Ég er loksins búin að negla niður markmiðin mín fyrir Meistaramánuðinn og ég er bara nokkuð ánægð með þau, ég ákvað alveg í byrjun að ofgera mér ekki en hafa gaman af þessu, hér eru markmiðin mín.

1.Hlaupa 3x - 4x í viku

2.Stunda jóga eða aðra tíma 1x - 2x í viku á móti hlaupinu

3.Fara allavega 6x í viku í einhversskonar líkamsrækt/hreyfinu, talið með því sem ég skrifaði fyrir ofan

4.Sleppa öllum gosdrykkjum og ávaxtasafa en drekka á móti ótrúlega mikið af vatni

5.Sleppa öllu "sukki" þar er talið með nammi, snakk & skyndibiti

6.Borða hollt og hugsa um það sem að ég er að láta ofan í mig

7.Reyna að labba í staðinn fyrir að keyra ef að það er í boði

8.Ekki drekka neitt áfengi

9.Vakna klukkan 08:00 á virkum dögum og 10:00 um helgar

10.Vera jákvæð og brosa meira



Þetta eru markmiðin sem að ég ætla að byrja á, hver veit svo hvort að einhver breytist eða hvort að ég bæti einhverjum frábærum við. Ég ætla að halda áfram að drekka kaffi ef að einhver tók eftir því en ég ætla að takmarka það niður í 1-2 bolla á dag og þá alltaf svart, engin mjólk eða svoleiðis "sukk". Einnig ætla ég að reyna að vera duglegri við að hitta þá sem að mér þykir vænt um, minnka þáttaáhorf og lesa frekar góða bók.

Ég er ótrúlega spennt fyrir því að byrja í Meistaramánuðinum og fyrsti dagurinn byrjar vel, áfram við!

-S

2 ummæli:

Hér megið þið hvetja mig áfram og koma með jákvæðar athugasemdir! :)