MM

MM

mánudagur, 21. október 2013

CHIA



 Ég get stundum fengið algjört ógeð á hafragratnum og verð því að fá smá tilbreytingu í morgunmatinn við og við, þá finnst mér æðislegt að fá mér Chiagraut, en ég bý hann til kvöldið áður og geymi í kæli yfir nótt.




Uppskriftin eru 3 matskeiðar af Chia fræum á móti einum bolla af mjólk, ég vil helst hafa möndlumjólk en Rísmjólkin er líka góð. Svo er gott að bera þetta fram með smá mjólk, ferskum ávöxtum, kókos og smá próteini efað maður er í skapi fyrir það eða er að fara á morgunæfingu.... enjoy!

3 ummæli:

  1. Sæl,

    Mig langar að byrja á því að þakka þér fyrir bloggið þitt! Það er æðislega gaman að fá að fylgjast með þér í meistaramánuðinum :)

    Ég var að velta fyrir mér þessum Chia-graut. Þú segist setja möndlumjólk út á hann, en hvernig matreiðir þú hann? Setur þú bara fræin og mjólkina saman inn í ísskáp eða sýður þú þetta saman? (þú afsakar ef þetta er augljóslega heimskuleg spurning).

    Annars bestu þakkir fyrir bloggið þitt!
    Haltu áfram að vera MEISTARI! :)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Hæhæ! Takk kærlega fyrir það, þetta er alls ekki heimskuleg spurning, ég set þetta s.s. saman í stóra skál, hræri svona 3x á 5 mínútna fresti og hef þetta svo inní ísskáp yfir nótt :) Svo er hægt að bera þetta fram með ávöxtum, kanil eða hverju sem er :)

      kkv.Steinunn Edda

      Eyða
    2. Kærar þakkir fyrir svarið. Ég hlakka til að prófa svona graut :)

      Bestu kveðjur :)

      Eyða

Hér megið þið hvetja mig áfram og koma með jákvæðar athugasemdir! :)